Um okkur

9 mánuðir

9 mánuðir er sjálfstætt starfandi heilsumiðstöð fyrir alla fjölskylduna. Eins og vænta má, bjóðum við uppá ýmsar meðferðir og námskeið fyrir konur og maka í barneignarferlinu en við bjóðum aðra fjölskyldumeðlimi einnig velkomna og höfum ýmislegt á boðstólum.

Við bjóðum uppá sónarskoðanir á meðgöngu, snemmsónartvívíddar- og þrívíddarsónar.

Fyrir utan sónarskoðanir eru í boði ýmsar meðferðir svo sem almennt nudd, sogæða- og meðgöngunudd og námskeið, sem undirbúa verðandi foreldra fyrir foreldrahlutverkið. Námskeiðin sem í boði eru fæðingarfræðsla, brjóstagjafanámskeiðtvíburanámskeið og jákvæð sálfræði fyrir feður.

Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar fái góða þjónustu og finni að þeir séu í góðum höndum þar sem við setjum samstarfsfólki okkar ákveðinn mælikvarða varðandi faglegheit og framkomu.

Fyrirtækið 9 mánuðir var stofnað af Guðlaugu Maríu Sigurðardóttur ljósmóður árið 2001. Í upphafi var eingöngu boðið upp á nudd og nálastungur. Í janúar árið 2006 var síðan byrjað að bjóða upp á valkvæðar 2D og 3D sónarskoðanir.

Árið 2014 keyptu ljósmæðurnar Elín Arna Gunnarsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir fyrirtækið og héldu áfram óbreyttri starfsemi sónarskoðana auk þess að bjóða upp á fæðingarfræðslunámskeið fyrir verðandi foreldra. Þær Elín og Guðrún höfðu þá þegar verið með fæðingarfræðslunámskeið frá árinu 2010 hjá 9 mánuðum.

Fljótlega var einnig boðið uppá brjóstagjafanámskeið og nú einnig tvíburanámskeið.
Öll þessi námskeið eru haldin af ljósmæðrum með mikla faglega reynslu af klínisku starfi.
Í haust 2022 bættist svo í hópinn okkar, Tryggvi Kristjánsson, með námskeið fyrir verðandi og nýbakaða feður

Árið 2018 hófum við að bjóða upp á snemmómskoðanir sem eru gerðar frá sjöundu viku meðgöngu. Áður hafði þessi þjónusta eingöngu verið í boði hjá sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknum. Þær ljósmæður sem framkvæma snemmómskoðanir hjá okkur eru ljósmæður með sérmenntun í fósturgreiningum og starfa einnig á fósturgreiningadeild LSH og á Akranesi. 

Í lok árs 2022 keypti Elín Arna Gunnarsdóttir hlut Guðrúnar og er nú eini eigandi 9 mánaða.

Fyrirtækið er með tvö sónartæki, bæði af gerðinni Genereal Electric Voluson. GE sónartæki eru tæki í háum gæðaflokki og uppfylla öll öryggisskilyrði sem slík tæki þurfa að uppfylla.  Voluson eru leiðandi á sviði sónartækni í heiminum í dag. 

Annarsvegar er um að ræða GE Voluson E8 sónartæki árg. 2021, sem byggir á HD live tækni sem er það nýjasta í heiminum í dag. Afburða upplausn sem gefur einstaklega raunverulegar og skarpar myndir. Hinsvegar GE Voluson S8 árg. 2020, sem notað er fyrir 2D skoðanir og snemmómskoðanir.

Teymið okkar

Allir starfsmenn 9 mánaða hafa haldgóða viðeigandi menntun og allir nuddarar hafa lokið viðurkenndu nuddnámi frá Nuddskóla Íslands.

Eigandi 9 mánaða. Ljósmóðir, fæðingarfræðsla og sónarskoðanir

Ljósmóðir, fæðingarfræðsla og sónarskoðanir

Ljósmóðir, fæðingarfræðsla og sónarskoðanir

Heilsunudd, meðgöngunudd

Heilsumeistari. Heilsunudd, meðgöngunudd, sogæðanudd

Heilsunudd, meðgöngunudd, sogæðanudd

Ljósmóðir, snemmsónar

Ljósmóðir, snemmsónar, ómskoðanir vegna frjósemismeðferðar

Ljósmóðir, snemmsónar

Ljósmóðir, snemmsónar

Ljósmóðir, brjóstagjafanámskeið

Ljósmóðir, brjóstagjafanámskeið

Móttökuritari