Langar þig að læra að nudda barnið þitt?
Nýtt námskeið; Ungbarnanudd fyrir verðandi foreldra. Ungbarnanudd er góð leið til þess að sýna ást og umhyggju til barnsins í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna.
Á námskeiðinu læra foreldrar róandi nuddstrokur og snertingu sem hefur verið í þróun í mörg ár ásamt því að læra tækni til að draga úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu hjá barninu.
Hér er tækifæri fyrir verðandi foreldra til að læra réttu handtökin í þægilegu og rólegu umhverfi áður en barnið fæðist en hvert par fær dúkku til að æfa sig á.
Næsta námskeið fer fram á 9 mánuðum heilsumiðstöð, laugardaginn 2. nóv. n.k.
Skráning fer fram hér á heimasíðunni undir „Bóka tíma“
Hvað gerir nuddið fyrir barnið
- Eykur tengslamyndun
- Eykur slökun
- Eykur líkamsvitund
- Dregur úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu
Hvað gerir námskeiðið fyrir þig
- Eflir sjálfsöryggi og kynnir fyrir þér/ykkur hversu nærandi snerting og samskipti eru mikilvæg í þroskaferli barns
- Eykur skilning á þörfum barnsins
- Lærir tækni sem hægt er að nota út lífið (IAIM nuddformið*)
- Góður félagsskapur í þægilegu og rólegu umhverfi