Skip to content

Nudd hjá 9 mánuðum

Nudd

Hjá 9 mánuðum starfa fjórir nuddarar sem allir hafa lokið fullgildu nuddnámi. Boðið er upp á nokkrar gerðir af nuddi, sem hverri og einni er ætlað að mæta þörfum nuddþegans.  Má þar nefna heilsunudd (klassískt nudd), meðgöngunudd og sogæðanudd.

Nuddmeðferðin getur beinst að einhverjum ákveðnum líkamspörtum, gjarnan baki, öxlum og hnakka en einnig getur meðferðin beinst að öllum líkamanum. Nuddið er alltaf ákveðið í samráði við nuddþegann og eftir hans óskum og álagssvæðum. Hafa ber í huga þó að það getur verið misjafnt hvað hentar hverjum einstaklingi hverju sinni. Engin nuddari er eins og því er hvert nudd, einstök upplifun.

Nudd er góð aðferð til þess að slaka á og gleyma daglegu amstri og það getur hjálpað fólki að ná jafnvægi og ró eftir meiðsli og áföll. Nudd styrkir m.a. ónæmiskerfið, það örvar blóðrásina, losar um vöðvaspennu og bætir meltinguna. Nudd örvar eitlakerfið og hjálpar þannig við losun úrgangsefna úr líkamanum. Auk þess að veita almenna vellíðan og sálarró.

Hver nuddtími miðast við klukkustund.  ATH!  GREITT ER FYRIR TÍMA SÉ HANN EKKI AFBÓKAÐUR.

Allir nuddarar hjá 9 mánuðum hafa lokið fullgildu nuddnámi.

Meðgöngunudd

Að fara reglulega í meðgöngunudd er eitthvað það besta sem barnshafandi kona getur veitt sér. Konur geta komið í meðgöngunudd alla meðgönguna þó algengasti tíminn sé eftir viku 20 þegar kúlan er byrjuð að stækka og litla krílið að þyngjast.

Breyting á likamsstöðu konunnar ásamt þyngdaraukningu gera það að verkum að barnshafandi kona beitir sér öðruvísi en ella og við það er mjög algengt að komi fram verkir frá stoðkerfi.
Því betur sem konan þekkir líkama sinn og því betra formi sem hún er í, á hún auðveldara með að takast á við fæðinguna og jafna sig að henni lokinni.

Meðgöngunudd er eins og önnur nuddform unnið á heildrænan hátt í samvinnu við konuna. Tekið er tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig, en algengustu álagssvæði á meðgöngu eru axlir, brjóstbak, mjóbak, svæði mjaðmagrindar og kálfar. Nuddið er þétt og losandi og hjálpar sogæðakerfinu sem sér um flutning millifrumuvökva, til að skila sínu hlutverki, en oft fá konur meðgöngutengdan bjúg þar sem aukið álag er á sogæðakerfið.

Boðið er uppá sérstakan meðgöngubekk sem gerir barnshafandi konum kleift að liggja á maganum, með stuðning undir kúluna, sem hentar alla meðgönguna.


Nuddtíminn miðast við klukkustund.

Heilsunudd

Klassískt vöðvanudd til að mýkja vöðva, draga úr spennu og þreytu, örva blóðrás, styrkja ónæmiskerfið og bæta meltinguna. Nuddið örvar eitlakerfið og hjálpar þannig við losun úrgangsefna úr líkamanum. Góð aðferð til þess að slaka á og gleyma daglegu amstri og getur hjálpað fólki að ná jafnvægi og ró eftir meiðsli og áföll.

Nuddmeðferðin getur beinst að einhverjum ákveðnum líkamspörtum, gjarnan baki, öxlum og hnakka en einnig getur meðferðin beinst að öllum líkamanum. Nuddið er alltaf ákveðið í samráði við nuddþegann og eftir hans óskum og álagssvæðum. Hafa ber í huga þó að það getur verið misjafnt hvað hentar hverjum einstaklingi hverju sinni. Engin nuddari er eins og því er hvert nudd, einstök upplifun.


Hver nuddtími miðast við klukkustund.