Nudd
Hjá 9 mánuðum starfa fjórir nuddarar sem allir hafa lokið fullgildu nuddnámi. Boðið er upp á nokkrar gerðir af nuddi, sem hverri og einni er ætlað að mæta þörfum nuddþegans. Má þar nefna heilsunudd (klassískt nudd), meðgöngunudd og sogæðanudd.
Nuddmeðferðin getur beinst að einhverjum ákveðnum líkamspörtum, gjarnan baki, öxlum og hnakka en einnig getur meðferðin beinst að öllum líkamanum. Nuddið er alltaf ákveðið í samráði við nuddþegann og eftir hans óskum og álagssvæðum. Hafa ber í huga þó að það getur verið misjafnt hvað hentar hverjum einstaklingi hverju sinni. Engin nuddari er eins og því er hvert nudd, einstök upplifun.
Nudd er góð aðferð til þess að slaka á og gleyma daglegu amstri og það getur hjálpað fólki að ná jafnvægi og ró eftir meiðsli og áföll. Nudd styrkir m.a. ónæmiskerfið, það örvar blóðrásina, losar um vöðvaspennu og bætir meltinguna. Nudd örvar eitlakerfið og hjálpar þannig við losun úrgangsefna úr líkamanum. Auk þess að veita almenna vellíðan og sálarró.
Hver nuddtími miðast við klukkustund. ATH! GREITT ER FYRIR TÍMA SÉ HANN EKKI AFBÓKAÐUR.
Allir nuddarar hjá 9 mánuðum hafa lokið fullgildu nuddnámi.