3D Sónarskoðun
Þrívíddarsónarinn býður uppá þrívíddar útlitsmyndir af ófæddu barninu. Ef barnið hreyfir sig er hægt að vista það sem hreyfimyndir/stutt myndbönd.
Í þrívíddarsónar er hægt að:
- Sjá útlit, stellingu barnsins og hreyfingar
- Sjá og heyra hjartslátt
- Sjá kyn ef þess er óskað
Almennt er talað um að besti tíminn til að skoða í 3D sé frá viku 28 til viku 32. Skoðunartíminn er um 30-45 mínútur. Gott er að vera búin að borða eitthvað 30 mín. fyrir skoðunina, gjarnan eitthvað kolvetnaríkt, t.d. vínber, banana eða drekka kaldan safa.
Foreldrar fá 4-5 svart/hvítar útprentaðar myndir. Allar myndir og hreyfimyndir eru svo sendar með hlekk í tölvupósti og foreldrar þurfa að hlaða niður. Einnig eru myndir sendar beint í appið Tricefy sem er mjög örugg leið að fá sendar myndir beint úr sónartækinu í símann þinn. Afrit eru geymd í einn mánuð frá tökudegi.
9 mánuðir tók nýverið í gagnið Voluson E8 sónartæki sem byggir á HD live tækni og býður upp á myndir og myndbönd í 5D, sem er það allra nýjasta í heiminum í dag. Afburða upplausn og sjálfvirkni sem gefur einstaklega raunverulegar og skarpar myndir.
Við tökum nú myndir í 2D, 3D, 4D og 5D (HD live). Eins og áður fara gæði myndanna þó eftir ýmsum þáttum eins og legvatnsmagni, legu barnsins og skyggni. 9 mánuðir heilsumiðstöð getur ekki ábyrgst skýrleika eða fjölda mynda.
Afritun texta er með öllu óheimil nema með leyfi höfunda/eigenda.