Skip to content

ÞJÓNUSTA

Við bjóðum uppá sónarskoðanir á meðgöngu, snemmsónar, tvívíddar- og þrívíddarsónar og nú stuttan 15 mínútna sónar. Fyrir utan sónarskoðanir eru í boði ýmsar meðferðir svo sem almennt nudd, sogæða- og meðgöngunudd og námskeið, sem undirbúa verðandi foreldra fyrir foreldrahlutverkið. Námskeiðin sem í boði eru fæðingarfræðsla, brjóstagjafa- og tvíburanámskeið ásamt námskeiði í ungbarnanuddi.

9 mánuðir

9 mánuðir er sjálfstætt starfandi heilsumiðstöð fyrir alla fjölskylduna. Eins og vænta má, bjóðum við uppá ýmsar meðferðir og námskeið fyrir konur og maka í barneigarferlinu en við bjóðum aðra fjölskyldumeðlimi einnig velkomna og höfum ýmislegt á boðstólum.

Gjafabréf 9 mánaða

ATHUGIÐ: Við höfum því miður tímabundið þurft að hætta útgáfu gjafabréfa þar sem við áttum orðið erfitt með að koma gjafabréfsþegum að.
Nuddarar okkar eru þéttbókaðir um þessar mundir.

Prentuð útgáfa afgreidd á staðnum, Hlíðasmára 10.
Afgreiðsla opin alla virka daga, milli kl. 9.00-15.30