Námskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra
Spennandi námskeið um allt sem varðar tvíburameðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Einnig er fjallað um brjóstagjöf tvíbura, umönnun barnanna og skoðuð er mynd um tvíburafæðingu.
Æskilegt er að sækja námskeiðið á fyrri hluta meðgöngu. Endilega bókið ykkur tímanlega.
Leiðbeinandi er Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir, brjóstagjafaráðgjafi og tvíburamóðir.
Næstu dagsetningar:
Föstudaginn 6. des. kl. 16 (gegn nægri þátttöku)
Námskeiðið kostar 16.000.-
Skráning: [email protected]
Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC, er með langa reynslu í starfi sem ljósmóðir, hún starfar sem sérfræðingur í brjóstagjöf og tvíburameðgöngum á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og í mæðravernd á Landspítala. Hún er einnig klínískur lektor og stundarkennari í ljósmóðurfræðum í HÍ