15 mínútna sónar
Langar þig rétt að kíkja á barnið þitt? Í þessum stutta sónar er hægt að:
• Sjá stellingu barnsins og hreyfingar
• Sjá og heyra hjartslátt
15 mín. sónarinn býður uppá hefðbundnar svart/hvítar tvívíddarmyndir. Skoðunartíminn er tæpar 15 mínútur. Þessi tími er í boði frá og með viku 13.
Foreldrar fá 2-3 útprentaðar myndir. Allar myndir og hreyfimyndir eru svo sendar með hlekk í tölvupósti og foreldrar þurfa að hlaða niður. Einnig eru myndir sendar beint í appið Tricefy sem er mjög örugg leið að fá sendar myndir beint úr sónartækinu í símann þinn.
Það er mikilvægt að upplýsa alla þá sem koma í sónarskoðun hjá 9 mánuðum að ekki er um að ræða sónarskoðun til greiningar á fósturgöllum. Sú greining fer fram í kringum 20 viku á fósturgreiningardeildum.
9 mánuðir heilsumiðstöð getur ekki ábyrgst skýrleika eða fjölda mynda. Afrit eru geymd í einn mánuð frá tökudegi.