Skip to content

Fæðingarfræðsla

Fæðingarundirbúningur fyrir verðandi foreldra.

Ljósmæður sem sinna fæðingarfræðslu 9 mánaða starfa við fæðingar ásamt því að sinna annarri fæðingarþjónustu eins og mæðravernd og heimaþjónustu. Þær eru: Heiðdís Dögg Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna María Friðriksdóttir og Elín Inga Lárusdóttir.
Umsjón með námskeiðum 9 mánaða hefur ljósmóðirin Elín Arna Gunnarsdóttir.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á:
  • Fæðinguna sjálfa, hvað er að gerast í líkamanum þegar fæðingin hefst. Lögð er áhersla á að konan þekki viðbrögð líkama síns þegar fæðingarhríðar hefjast og hvernig best er að vinna með líkamanum. Leggjum áherslu á öndunartækni, nudd, slökun sem og aðrar verkjameðferðir.

  • Efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra, hvað þau geta sjálf gert til að þeim líði sem best í fæðingunni.

  • Umönnun nýfædda barnsins og fyrstu dagana í lífi þess.

Markmið með námskeiðinu er
  • Að verðandi foreldrar öðlist hagnýta þekkingu á fæðingunni og getið valið á milli ýmissa valkosta sem upp koma í fæðingu, t.d. mismunandi fæðingastellinga, verkjameðferða o.fl.

  • Að efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra.

  • Að fræða foreldra um nýfædda barnið og fyrstu dagana í lífi þess.

Námskeiðin fara fram í notalegri setustofu í húsnæði okkar að Hlíðasmára 10, Kópavogi. Notalegt umhverfi, fámennur hópur og faglegir og reynslumiklir leiðbeinendur.  Hvert námskeið er eitt skipti, 3 – 3,5 klst í senn.

Skráning fer fram hér á heimasíðunni undir „Bóka tíma“ eða með því að senda póst á [email protected].  Gott er að skrá sig með góðum fyrirvara og við mælum með að koma í viku 32. eða síðar.
Vinsamlegast setjið bæði nöfnin við bókun, ef um er að ræða maka/fæðingarfélaga. Mikilvægt er að verðandi móðir og faðir/maki eða annar fæðingarfélagi mæti saman á námskeiðið. 

Verð kr. 18.000 fyrir parið.
Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag er sent til þátttakenda í þeim mánuði sem námskeiðið er haldið.


NÆSTU NÁMSKEIÐ

Febrúar
Þriðjudagur 25. feb. kl. 18 – fullbókað og biðlisti

Mars
Þriðjudagur 11. mars kl. 18
Þriðjudagur 18. mars kl. 17 – fullbókað og biðlisti
Miðvikudagur 26. mars kl. 18

Apríl
Miðvikudagin 2. apríl kl. 18 – eitt pláss laust
Þriðjudagur 15. apríl kl. 17 – fullbókað
Þriðjudagur 29. apríl kl. 18

Maí
Þriðjudagur 13. maí kl. 18
Þriðjudagur 20. maí kl. 18

Júní
Mánudagur 2. júní kl. 18

ATH! Ef fullbókað er á námskeið er hægt að biðja um að vera á biðlista.