Undirstaða góðra heilsu
Brjóstagjöf er undirstaða góðrar heilsu til framtíðar fyrir öll börn og hefur góð heilsufarsáhrif á móður líka.
Markmið með námskeiði um brjóstagjöf:
- Að móðir og stuðningsaðili þekki grunnatriði brjóstagjafar og hvaða lífeðlisfræðilegu breytingar verða í líkama móðurinnar tengt brjóstagjöfinni.
- Að þau þekki helstu aðferðir við að leggja barn á brjóst og hvaða atriði eru mikilvæg til að foreldrar séu öruggir við brjóstagjöfina og ummönnun barnsins.
- Að auðvelda foreldrum að takast á við hvernig best er að þróa brjóstagjafaferlið dag frá degi svo brjóstagjöfin gangi vel til framtíðar.
Innihald námskeiðsins er sem hér segir:
- Grunnatriði brjóstagjafar, lífeðlisfræðilegar breytingar og fleira.
- Hvenær barnið er tilbúið að fara á brjóst (merki barnsins).
- Hvernig á að leggja barn á brjóst.
- Handtök, álögn, stöður og stellingar.
- Húð við húð aðferð, hægindastelling og fl.
- Handmjólkun.
- Fyrirburar og tvíburar á brjósti.
- Aumar og sárar geirvörtur.
- Stálmi og fl.
- Líðan nýfæddra barna, gula og fl.
Hentugur tími til að koma á brjóstagjafanámskeið er frá viku 28.