Staldraðu við pabbi

Jákvæð sálfræði fyrir feður

Hvernig pabbi vilt þú vera?

Á þessu námskeiði verður leitast við að gefa nýjum feðrum innsýn í föðurhlutverkið og útskýra hvernig hugmyndfræði jákvæðrar sálfræði getur hjálpað þeim að takast á við sitt nýja hlutverk með áherslu á gróskuhugarfar og jákvæða líkamlega- og andlega heilsu.

Hér er ekki um að ræða kennslu í bleyjuskiptum heldur er markmiðið frekar að skoða stóru myndina; t.a.m. tengsl við barnið og jákvætt uppeldi, hvernig hugmyndafræðin um jákvæð sambönd getur styrkt parasambandið og hvernig þessi risastóra lífsbreyting hefur áhrif á föðurinn.

Námskeiðið er hugsað fyrir nýbakaða feður en allir feður eru að sjálfsögðu velkomnir.

Næsta námskeið:  Þriðjudagur 6. des., kl. 19:00 – 21:30SKRÁNING
Nánari upplýsingar:  
tryggvi@9manudir.is
Verð kr. 8.000.-

Námskeiðinu stýrir Tryggvi Þór Kristjánsson, sem nýverið lauk Diplómanámi í Jákvæðri sálfræði við EHÍ.