Skip to content

Voluson E8

Nýtt sónartæki

Við erum í skýjunum með nýja Voluson E8 sónartækið okkar, sem gefur enn meiri möguleika í myndgæðum en áður. Tækið byggir á HD live tækni og býður upp á myndir og myndbönd í 5D.

5D tæknin í sónarmyndum er það allra nýjasta og þróaðasta í heiminum í dag. Afburða upplausn og sjálfvirkni gefur einstaklega raunverulegar myndir og skarpar.

Við tökum nú myndir í 2D, 3D, 4D og 5D (HD live). Eins og áður fara gæði myndana þó eftir ýmsum þáttum eins og legvatnsmagni, legu barnsins og skyggni.


Hver er svo munurinn á 3D, 4D og 5D sónar? Allt byggist þetta á sömu tækni, hljóðbylgjur sem gefa þrívíddarmynd af ófæddu barninu. 3D tæknin gefur stakar myndir, 4D stuttar hreyfimyndir (rauntíma) og í 5D þá hámarkar sjálfvirknin gæði og útkomu myndanna.


Nýja sónartækið okkar er af gerðinni GE Voluson E8, framleidd af General Electric. Sónartæki í hæsta gæðaflokki og uppfyllir öll öryggisskilyrði sem slíkt tæki þarf að uppfylla. Voluson tækin eru leiðandi í heiminum á sviði fósturrannsókna og gefa einstaklega skýrar myndir af börnum í móðurkviði.