Nudd í 9 mánuðum

Nudd er samheiti margra meðhöndlunarforma sem öll eiga það sameiginlegt að vera byggð á snertingu.

Til eru fjöldamargar gerðir af nuddi, sem hverri og einni er ætlað að mæta þörfum nuddþegans. Má þar nefna klassískt nudd, heildrænt nudd, sogæða nudd, orkubrauta nudd, þrýstipunkta nudd, zhiatsu, austurlenskt nudd, steinanudd, andlitsnudd og íþróttanudd svo eitthvað sé nefnt.

Algengt er að fólk leiti til nuddara til slökunar eða vegna verkja í stoðkerfi. Oft leitar fólk sér ekki hjálpar fyrr en í óefni er komið, en mælt er með að allir komi í nudd með ákveðnu millibili til fyrirbyggjandi meðferðar þar sem nudd er talið hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Nuddið er alltaf ákveðið í samráði við nuddþegann og eftir hans óskum og álagssvæðum.

Nuddmeðferðin getur beinst að einhverjum ákveðnum líkamspörtum, gjarnan á baki, öxlum og hnakka en einnig getur meðferðin beinst að öllum líkamanum. Í lok nudds ætti að hafa slaknað á vöðvum og verkjum, blóðflæði aukist og losnað um streitu á sál og líkama.

Hver nuddtími miðast við klukkustund.  ATH!  GREITT ER FYRIR TÍMA SÉ HANN EKKI AFBÓKAÐUR.

Allir nuddarar hjá 9 mánuðum hafa lokið fullgildu nuddnámi.

Að fara reglulega í meðgöngunudd er eitthvað það besta sem barnshafandi kona getur veitt sér. Konur geta komið í meðgöngunudd alla meðgönguna þó algengasti tíminn sé eftir viku 20 þegar kúlan er byrjuð að stækka og litla krílið að þyngjast.

Breyting á likamsstöðu konunnar ásamt þyngdaraukningu gera það að verkum að barnshafandi kona beitir sér öðruvísi en ella og við það er mjög algengt að komi fram verkir frá stoðkerfi.
Því betur sem konan þekkir líkama sinn og því betra formi sem hún er í, á hún auðveldara með að takast á við fæðinguna og jafna sig að henni lokinni.

Meðgöngunudd er eins og önnur nuddform unnið á heildrænan hátt í samvinnu við konuna. Tekið er tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig, en algengustu álagssvæði á meðgöngu eru axlir, brjóstbak, mjóbak, svæði mjaðmagrindar og kálfar. Nuddið er þétt og losandi og hjálpar sogæðakerfinu sem sér um flutning millifrumuvökva, til að skila sínu hlutverki, en oft fá konur meðgöngutengdan bjúg þar sem aukið álag er á sogæðakerfið.

Boðið er uppá sérstakan meðgöngubekk sem gerir barnshafandi konum kleift að liggja á maganum, með stuðning undir kúluna, sem hentar alla meðgönguna.


Nuddtíminn miðast við klukkustund.

Allir nuddarar hjá 9 mánuðum hafa lokið fullgildu nuddnámi frá Nuddskóla Íslands.

Íþróttanudd byggir á svipuðum grunni og klassískt vöðvanudd en er sérhæft fyrir íþróttamenn. Nudd er ævagamalt meðhöndlunarform og hefur verið notað í mismunandi menningarheimum síðustu 3000 árin svo vitað sé. Í dag hafa þróast ýmis afsprengi nuddformsins og þeirra á meðal er íþróttanudd. Oftast er unnið á staðbundnum svæðum þar sem þörf er á nuddi hverju sinni. Ef þörf þykir er sérhæfðum vöðvateygjum blandað inn í nuddið. Sé réttri nuddtækni beitt er íþróttanudd áhrifarík meðferð til að losa um spennu í vöðvum og til að koma jafnvægi á stoðkerfi líkamanns. Nuddið dregur úr þreytu, bólgum og stífum vöðvum og eykur liðleika.

Íþróttanuddarinn þarf að þekkja vöðva, hreyfi- og beinafræðina ýtarlega ásamt því að kunna skil á líffæra- og lífeðlisfræði. Með skilningi á þessum þáttum getur þjálfaður íþróttanuddari hjálpað íþróttamönnum, dönsurum, leikurum og öðrum þeim sem vinna með líkamann, að koma í veg fyrir meiðsli sem gætu komið upp vegna ofnotkunar vöðvahópa og/eða rangrar líkamsstöðu.


Hver nuddtími miðast við klukkustund.

Allir nuddarar hjá 9 mánuðum hafa lokið fullgildu nuddnámi frá Nuddskóla Íslands.


Rannsóknir benda til að íþróttanudd hafi jákvæð áhrif á eftirfarandi þætti:

 • Flýtir til við losun úrgangsefna úr vöðvum (mjólkursýru)

 • Eykur eða minnkar eftir atvikum teygjanleika (e. tonus) í vöðvum

 • Við áverka á stoðkerfið þá flýtir nudd fyrir bata

 • Örvar taugaboð

 • Bætir flæði sogæðavökva

 • Andleg vellíðan sem eykur styrk og úthald

 • Bætir árangur

Rannsóknir hafa sýnt fram á að nudd:

 • Dregur úr streitu og hjálpar fólki til að sofna

 • Eykur blóðflæði til vefja

 • Linar verki frá stoðkerfi

 • Linar höfuðverk

 • Styrkir sjálfstraust

 • Dregur úr kvíða og vinnur gegn þunglyndi

 • Dregur úr magni streituhormóna í blóði

 • Veitir fólki öryggi í samskiptum við aðra

 • Fólk lærir að þekkja sjálft sig betur og sættast við líkama sinn

 • Eykur námshæfni