Brjóstagjöf

Innihald námskeiðsins er sem hér segir:

 • Grunnatriði brjóstagjafar, lífeðlisfræðilegar breytingar og fleira.
 • Hvenær barnið er tilbúið að fara á brjóst (merki barnsins).
 • Hvernig á að leggja barn á brjóst.
 • Handtök, álögn, stöður og stellingar.
 • Húð við húð aðferð, hægindastelling og fl
 • Handmjókun.
 • Fyrirburar og tvíburar á brjósti.
 • Aumar og sárar geirvörtur.
 • Aumar og sárar geirvörtur.
 • Stálmi og fl.
 • Líðan nýfæddra barna, gula og fl.

Maki eða stuðningsaðili er velkominn með á námskeiðið.
Námskeiðið er u.þ.b. 3 klst.
Verð er kr. 13.500.- Rafrænt kr. 11.000.-

Umsjón með námskeiði hefur Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC.  Ingibjörg starfar sem sérfræðingur í brjóstagjöf og tvíburameðgöngum á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og í Áhættumæðravernd LSH. Hún er einnig klínískur lektor og stundarkennari í ljósmóðurfræðum í  HÍ.

Ingibjörg hefur langa reynslu sem ljósmóðir, hefur m.a. starfað á fæðingardeild LSH og í mæðravernd og ungbarnavernd við Heilsugæslu Grafarvogs.

Næstu námskeið verða:

Ágúst

föstudaginn 21.ágúst kl. 16.00 – fullbókað

September

föstudaginn 18.sept. kl. 16.00 – fullbókað

Október

föstudaginn 2. október kl. 16.00 – fullbókað

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir
Ingibjörg í gegnum netfangið ingibjorgei@9manudir.is eða í síma 6988610

Umsagnir þátttakenda:

„Ég hafði gagn og gaman af þessu námskeiði. Þar sem að ég geng með mitt fyrsta barn og alveg blaut bakvið eyrun fannst mér þetta námskeið alveg bráðnauðsynlegt. Það var fjallað um margt sem að ég hafði ekki hugmynd um.
Takk fyrir gott námskeið.“

Ég geng með mitt annað barn og fór ekki á námskeið þegar ég átti mitt fyrsta og gekk brjóstagjöfin ekki vel og var stutt, hefði viljað vera búin að fara á námskeið hjá Ingibjörgu þá. Svo margt sem ég vissi ekki og hefði komið sér vel að vita en núna veit ég betur eftir námskeiðið og hef fulla trú á að allt muni ganga betur núna full af fróðleik. Svo ánægð að hafa farið og þá sérstaklega heppin að hafa valið þetta námskeið því Ingibjörg er yndisleg og með svo mikla þekkingu í þessum málum og bendir á svo marga góða punkta sem geta hjálpað.

Mér fannst þetta mjög gagnlegt námskeið þar sem farið var yfir mikilvæga þætti tengda brjóstagjöf, hvað ber að varast og  hvernig má ýta undir sem besta brjóstagjöf. Sérstaklega þykir  mér gott að þekkja merki barnsins þegar það er svangt og áður en það byrjar að gráta, til að koma í veg fyrir óþarfa álag. Ingibjörg er frábær kennari og eftir þetta námskeið er ég öruggari fyrir komu dóttur minnar :)