Skip to content

3D Sónarskoðun

3D Sónarskoðun (3D, 4D, 5D)

Þrívíddarsónarinn býður uppá þrívíddar útlitsmyndir af ófæddu barninu.  Ef barnið hreyfir sig er hægt að vista það sem hreyfimyndir/stutt myndbönd.

Í þrívíddarsónar er hægt að:

  • Sjá útlit, stellingu barnsins og hreyfingar
  • Sjá og heyra hjartslátt
  • Sjá kyn ef þess er óskað


Almennt er talað um að besti tíminn til að skoða í 3D sé frá viku 28 til viku 34. Skoðunartíminn er um 30-45 mínútur. Gott er að vera búin að borða eitthvað 30 mín. fyrir skoðunina, gjarnan eitthvað kolvetnaríkt, t.d. vínber, banana eða drekka kaldan safa.  Þar sem ekki er um greiningarsónar að ræða þá ráða foreldrar því hverjir koma með.

Foreldrar fá 4-5 svart/hvítar útprentaðar myndir. Allar myndir og hreyfimyndir eru svo sendar með hlekk í tölvupósti og foreldrar þurfa að hlaða niður. Einnig eru myndir sendar beint í appið Tricefy sem er mjög örugg leið að fá sendar myndir beint úr sónartækinu í símann þinn.  Afrit eru geymd í einn mánuð frá tökudegi.


9 mánuðir tók nýverið í gagnið Voluson E8 sónartæki sem byggir á HD live tækni og býður upp á myndir og myndbönd í 5D, sem er það allra nýjasta í heiminum í dag. Afburða upplausn og sjálfvirkni sem gefur einstaklega raunverulegar og skarpar myndir.

Við tökum nú myndir í 2D, 3D, 4D og 5D (HD live). Eins og áður fara gæði myndanna þó eftir ýmsum þáttum eins og legvatnsmagni, legu barnsins og skyggni.  9 mánuðir heilsumiðstöð getur ekki ábyrgst skýrleika eða fjölda mynda.

Afritun texta er með öllu óheimil nema með leyfi höfunda/eigenda.

ALGENGAR SPURNINGAR

Spurt og svarað

Almennt er talað um að besti tíminn til að skoða í 3D sé frá viku 28 til viku 34. Þá eru börnin ekki of stór og ekki of lítil og yfirleitt nægjanlegt legvatnsmagn sem er nauðsynlegt til að skoðunin heppnist vel. Eftir viku 32 dregur yfirleitt úr legvatnsmagni og verður þrengra um börnin.
Þetta er þó einstaklingsbundið.

Við skoðum frá viku 22 til viku 36 og getum fengið mjög skýrar myndir alla meðgönguna ef allar aðstæður eru góðar og barnið í heppilegri stellingu. Vel að merkja, fyrir viku 26 geta myndir verið óskýrar þar sem börnin eru enn svo lítil.

Mikil fita á kviðvegg móður getur haft áhrif á útkomu mynda og þá er betra að panta eftir viku 30. Ástæðan er sú að þá er barnið komið neðar í átt að grind móður og auðveldara að ná myndum.

Nei, ef foreldrar vita ekki og vilja ekki vita kyn barnsins þá er ekkert mál að nefna það við viðkomandi ljósmóðir, sem sleppir því þá að skoða það svæði.

Hver skoðun tekur á bilinu 20-40 mínútur, eða sá tími sem tekur að ná 20 til 40 myndum. Mismunur á tíma skýrist af því að stundum liggur barnið heppilega og er strax hægt að taka af því myndir og þá er tíminn skiljanlegra styttri en stundum liggur barnið í óheppilegri stellingu til skoðunar og því þarf að eyða nokkrum tíma í að fá það til að færa sig.

Eftir kynningu á því sem framundan er leggst konan á bekk og sónargel er borið á magann. Síðan er nema rennt yfir magann og hinir verðandi foreldrar geta fylgst með myndum sem birtast á sjónvarpsskjá.

Byrjað er á hefðbundinni skoðun í tvívídd, það er að segja í svart hvítu og síðan er skoðað í þrívídd. Ef barnið hreyfir sig eru hreyfingarnar teknar upp á videó (realtime).

Bilið milli barnsins og nemans hefur áhrif á gæði myndanna. Þessvegna getur fyrirlægur ristill, fitulag á kviðvegg og staðsetning fylgju haft áhrif á útkomu mynda. Magn legvatns er einnig mikilvægt, því meira legvatn því skýrari verða myndirnar. Þó er lega barnsins alltaf mikilvægust. Það er erfiðara að fá góðar myndir ef barnið liggur með andlitið þétt upp að legveggnum eða fylgjunni.

Ef börnin hreyfa sig föngum við þau augnablik. Sú tækni hefur verið kölluð fjórvídd eða rauntímamyndir (realtime). Í sumum tilfellum er ekki mögulegt að ná hreyfimyndum þó hægt sé að taka kyrrmyndir.

Foreldrar fá myndir af barninu á pappír og svo allar myndir og hreyfimyndir sendar með tölvupósti.

Ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi sónarskoðana á börn í móðurkviði né á mæður á trúverðugan vísindalegan hátt. Á íslandi var byrjað að sónarskoða börn í móðurkviði árið 1975. Þá var eingöngu sónarskoðað ef eitthvað benti til þess að um frávik væri að ræða. Síðan árið 1986 hefur öllum barnshafandi konum verið boðin sónarskoðun.

Í dag eru yfirleitt eru tvær sónarskoðanir í boði á meðgöngu til fóstugreiningar. Annarsvegar hnakkaþykktarmæling i vikum 11-14 og í vikum 19-20 almenn greining fósturgalla.

Rétt er að benda foreldrum á að afla sér upplýsinga um sónarskoðanir áður en ákveðið er að nýta sér tilboðin sem eru fyrir hendi.

Sónartækið okkar er af gerðinni GE Voluson E8 (árg. 2021). Sem er sónartæki í háum gæðaflokki og uppfyllir öll öryggisskilyrði sem slíkt tæki þarf að uppfylla. Voluson tækin eru leiðandi í heiminum á sviði fósturrannsókna og gefa einstaklega skýrar myndir af börnum í móðurkviði.

Við tökum yfirleitt ekki við pöntunum fyrr en eftir 20 vikna sónarinn. Það má reikna með 2-3 vikna bið eftir tíma. Ef ekki er óskað eftir ákveðnum tíma við pöntun þá bjóðum við fólki að koma milli viku 26 og 32 sem er algengasti tími fyrir þrívíddarsónarskoðun eða næsta lausa tíma ef konur eru lengra gengnar.
Ekki er bókað lengra en 10 vikur fram í tímann.

Aðaltilgangurinn með 3D sónar er ekki að skoða fósturgalla og greina. Ef hinsvegar kemur upp sú staða að eitthvað virðist óeðlilegt hjá krílinu munum við ræða það við foreldra og senda þá áfram til frekari rannsókna.

Það eru nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar er sónarskoðað. Til að fá góðar myndir er mikilvægt að það sé nóg af legvatni umhverfis barnið. Lega barnsins hefur áhrif á hvernig myndir er hægt að fá, sem og myndgæðin. Barnið getur snúið andlitinu innávið eða haft hendurnar og/eða fæturnar fyrir andlitinu. Ef barnið hefur andlitið þétt upp við legvegg eða fylgju getur verið vandkvæðum bundið að ná góðum myndum með þessari tækni. Einnig getur fitulag á kviðvegg móður og staðsetning fylgju haft áhrif á gæði og skýrleika mynda.

Það er ekki samasemmerki milli þess að fylgjan sé staðsett á framvegg og að engar eða óskýrar myndir náist. Það er alltaf undir legu barnsins og legvatnsmagni komið hvernig útkoman verður. Ef barnið grúfir sig inní fylgjuna getur hins vegar verið vandkvæðum bundið að ná góðum myndum en oftast er hægt að fá barnið til að færa sig að hluta til eða alveg. Um það bil helmingur allra sem koma á sónarskoðun hjá 9 mánuðum eru með fylgjuna á framvegg.

Það eru svo mörg atriði sem hafa áhrif á útkomu myndanna eins og vefjaþéttni (uppbygging bandvefs) móður, lega og stelling barns, staðsetning fylgju, meðgöngulengd, legvatnsmagn og fitulag á kviðvegg móður, fyrirlægur ristill eða örvefur og/eða hnútar á fyrirlægum vef, eitthvað sem enginn veit fyrir skoðun. Þar af leiðandi getum við aldrei tryggt fyrirfram hvernig útkoman verður en við getum þó lofað því að við náum alltaf bestu myndum miðað við aðstæður.

Þar sem ekki er um greiningarsónar að ræða þá ráða foreldrar því hverjir koma með. Við höfum gott pláss fyrir gesti. 

Eldri systkini eru velkomin með en biðjum foreldra sem taka börn sín með að hafa þau hjá sér í skoðunarherberginu og ítrekum að börn sem koma með eru á ábyrgð foreldra.

Foreldrar fá 4-5 sv/hv. myndir á pappír og svo allar myndir og hreyfimyndaskeið sendar með í tölvupósti eða beint í appið Tricify. Við reynum að miða við að foreldrar fái 20-40 myndir en vinsamlega athugið að það fer alltaf eftir krílinu hvað fást margar myndir og hvort við náum hreyfimyndum.

Í rauninni er ekki til nein ein leið sem virkar hjá öllum til að vekja krílið. Það er samt góð hugmynd að borða eitthvað síðustu klukkustundina fyrir sónaskoðun gjarnan kolvetnaríkt, t.d. vínber, banana eða drekka glas af hreinum ávaxtasafa.

Hver skoðun tekur á bilinu 20-40 mínútur, eða sá tími sem það tekur að ná 20-40 myndum. Mismunur á tíma felst í því að stundum þarf að vekja börnin eða fá þau til að snúa sér til að hægt sé að taka af þeim mynd en það getur tekið smá tíma. Ef börnin liggja heppilega strax í upphafi er skoðunartíminn styttri.

Hægt er að greiða með öllum algengustu tegundum greiðslukorta ásamt Netgíró og Pei.  Einnig er hægt að greiða með peningum.
Ein skoðun kostar 19.900.-  Innifalið í verðinu er skoðunin sjálf, myndir á pappír og svo allar myndir sem teknar eru, bæði kyrrmyndir (3D) og hreyfimyndaskeið (4D)

Nei, sama gjald er fyrir alla.
Foreldarar verða þó að hafa í huga að það er sami tími fyrir tvíburaskoðun og fyrir einburaskoðun. Þess vegna gefst skiljanlega ekki sami tími á hvert barn og við einburaskoðun. Einnig verða foreldrar að hafa í huga að það er ekki öruggt að það náist jafngóðar myndir af báðum börnum.

Almennt er talað um að besti tíminn til að skoða tvíburameðgöngu í 3D sé frá viku 26 til viku 30.

Það eru nokkur atriði sem hafa ber í huga. Til að fá góðar myndir er mikilvægt að það sé nóg af legvatni umhverfis börnin. Lega þeirra hefur svo einnig áhrif á hvernig myndirnar verða. Ef börnin eru t.d. með andlit þétt upp við legvegg eða fylgju getur verið vandkvæðum bundið að ná góðum myndum. Einnig getur fitulag á kviðvegg móður og staðsetning fylgju haft áhrif á gæði og skýrleika mynda.

Allt byggist þetta á sömu tækni, hljóðbylgjur sem gefa þrívíddarmynd af ófæddu barninu. 3D tæknin gefur stakar myndir, 4D stuttar hreyfimyndir (rauntíma) og í 5D þá hámarkar sjálfvirkni gæði og útkomu myndanna.

Upplýsa ber alla þá sem koma í sónarskoðun hjá 9 mánuðum að ekki er um að ræða sónarskoðun til greiningar á fósturgöllum. Sú greining fer fram á viku 18-20 á fósturgreiningardeildum. Þar með talið er vaxtarsónar.


Við erum í Hlíðasmára 10, jarðhæð með sérinngangi, sunnanmegin við stigahúsið
.
Við tökum við algengustu tegundum greiðslukorta. Einnig er hægt að greiða með Netgíró og Pei.

Afritun texta er með öllu óheimil nema með leyfi höfunda/eigenda.

ÁBENDINGAR

Á nokkum tungumálum

Samkvæmt ábendingu frá Landlæknisembættinu ber að upplýsa alla þá er koma í tvívíddarsónarskoðun hjá 9 mánuðum að ekki er um að ræða sónarskoðun til greiningar á fósturgöllum. Sú greining fer fram á viku 18-20 á fósturgreiningardeild Landspítala og annars staðar en í 9 mánuðum. Þar með talið er vaxtarsónar.

9 mánuðir heilsumiðstöð getur ekki ábyrgst útkomu mynda.

Samkvæmt ábendingu frá Landlæknisembættinu ber að upplýsa alla þá er koma í sónarskoðun hjá 9 mánuðum að ekki er um að ræða sónarskoðun til greiningar á fósturgöllum. Sú greining fer fram á viku 18-20 á fósturgreiningardeild Landspítala og annars staðar en í 9 mánuðum. Þar með talið er vaxtarsónar.

Mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir því að skýrleiki og gæði mynda í þrí-og fjórvídd er háð ýmsum þáttum og ekki hægt að tryggja neina útkomu hvað myndirnar varðar. Atriði sem hafa áhrif á myndgæðin eru til dæmis vefjaþéttni móður, lega og stelling barns, staðsetning fylgju, meðgöngulengd, hvort kollur sé verulega djúpt skorðaður í grind, legvatnsmagn og fitulag á kviðvegg móður, fyrirlægur ristill eða örvefur og/eða hnútar á fyrirlægum vef.

According to regulations from the Directorate of Health, all those choosing to come to 9 mánuðir ehf. for a 3- and 4D ultrasound are to be informed that no diagnosis of malformations of the featus will be performed. This includes measurement of the baby´s size and weight as no such measurements will be made.

It is important that parents realise that the clarity and quality of 3- and 4D pictures are dependant on various factors and that there is no guaranteeing the outcome of the pictures. Factors which affect the clarity and quality of the pictures are for instance, the amount of tissue between the probe and the baby, the type of mothers connective tissue, the position of the baby, position of the placenta, lenght of pregnancy.

The amount of amniotic fluid, and layer of fat tissue on mothers belly, if colon is in the way or if there is scar tissue and/or myoma between the probe and the featus.

Ifølge anmodning fra Landlæknisembætti Íslands skal alle der kommer til 3D skanning hos 9 mánuðir ehf informeres om efterfølgende:

I 3D skanning er der ikke inkluderet diagnostisk skanning til undersøgelse af eventuelle misdannelser af barnet, dette indebærer også vægtskanning.

Det er vigtigt at vordende forældre er indforstået med at tydeligheden af billeder i 3- og 4D kommer an på nogle faktorer og det er ikke muligt at forsikre resultatet af billederne på forhånd. Faktorer der har inflydelse på klarheden af billederne er fx. barnets stilling og lejring i livmoderen, moderkagens placering, graviditetslængde, om hovedet er meget dybt indstillet i bækkenet, mængden af fostervand, tætheden af moderens bindevæv samt mængde af fedtvæv, arvæv og/eller myomer.

WedBug ustawy Ministerstwa Zdrowia z dnia 24.02. 2006 wszyscy, którzy korzystaj z usBug firmy “9 mánuðum ehf.” powinny by poinformowani o tym, |e wykonywane u nich badanie ultrasonograficzne nie ocenia i nie wykazuje wad wrodzonych pBodu oraz nie wykonuje badania razwoju fizycznego pBodu tj. wielko[ci pBodu. Firma “9 mánuði ehf.” nie wykonuje badania ultrasonograficznego przed ukoDczeniem 22 tygodnia ci|y i warunkiem wykonania badania u nich jest poprzednie wykonanie badania ultrasonograficznego w 18-20 tygodniu ci|y, którego gBównym celem jest ocena wad pBodu.

Wa|ne jest |eby rodzice zdawali sobie spraw, |e wyrazisto[ oraz jako[ zdj trójwymiarowych i czterowymiarowych zale|y od wielu czynników i nie mo|na z góry zapewni dobrej jako[ci zdj. Warunki, które maj wpByw na jako[ zdj to zbicie tkanki matki, poBo|enie oraz pozycje dziecka, poBo|enie Bo|yska, dBugo[ ci|y, wstawienie gBówki dziecka do kanaBu rodnego, ilo[ci wód pBodowych oraz grubo[ tkanki tBuszczowej matki. WpByw na jako[ zdj mog mie równie| blisko le|ce jelita lub blizny, zrosty i/lub mi[niaki w blisko le|acej tkance mi[niowej.