Ungbarnanudd

Lærðu að nudda barnið þitt heima

Á þessu námskeiði er boðið upp á einkakennslu í heimahúsi. Tvær heimsóknir frá leiðbeinanda þar sem foreldrar læra róandi nuddstrokur og snertingu sem hefur verið í þróun í mörg ár. Innifalið eru öll gögn fyrir kennsluna.

Efni námskeiðsins er byggt upp af áherslum International Association of Infant Massage (IAIM), en þau eru elstu alþjóðlegu samtökin ásamt því að vera þau stærstu sem sérhæfa sig eingöngu í ungbarnanuddi.

Tilgangur IAIM er að kynna fyrir foreldrum og öðrum umönnunaraðilum í gegnum kennslu og með rannsóknum, nærandi leið til að tengjast barninu sínu með virðingu og kærleik.

Ávinningur af nuddinu er m.a.

 • samskipti og tengslamyndun
 • slökun
 • losun
 • örvun

Einnig er ungbarnanudd góð leið til þess að sýna ást og umhyggju til barnsins í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna.

Nálgun efnis á námskeiði

Þú nuddar barnið þitt á meðan leiðbeinandi sýnir nuddformið á dúkku. Við biðjum barnið um leyfi­ áður en byrjað er að nudda það og fylgjum þeirra líðan. Þannig byggjum við upp traust og virðingu sem er nauðsynlegt fyrir góð samskipti á milli foreldra og barns.

Fyrir hverja eru námskeiðin okkar?

 • Öll börn í kringum eins árs aldur (rúmlega árs gömul og yngri)
 • Alla foreldra og umönnunaraðila

Hvaða gagn hefur barnið af námskeiðinu?

 • Gefur barninu aukið öryggi
 • Minnkar grátur og tilfinningarlegt uppnám
 • Eykur slökun
 • Eykur líkamsvitund
 • Dregur úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu
 • Barnið leitar í átt að jafnvægi

Hvað gerir námskeiðið fyrir þig?

 • Myndar sterkari tengsl við barnið
 • Eykur skilning á þörfum barnsins
 • Gefur þér gæðastund í gegnum nærandi snertingu
 • Sá sem nuddar leitar í átt að jafnvægi

Kostir við að skrá sig á námskeiðið

 • Ásamt því að njóta augnabliksins með barninu þínu lærir þú tækni sem hægt er að nota út lífið
 • Þú lærir heima hjá þér í öruggu umhverfi

Þú lærir

 • Nuddform sem hefur verið í þróun í áratugi
 • Nuddform til að draga úr magakrampa
 • Mjúkar hreyfingar
 • Snertingu sem veitir slökun

Innifalið í námskeiðsgjaldi

 • Tvær heimsóknir frá leiðbeinanda heim til þín
 • Námsgögn
 • Nuddolía
 • Ef þörf er á meiri tíma til að læra nuddfomið þá er sá tími einnig innifalinn í verði

Nánari upplýsingar og skráning:

Leiðbeinandi námskeiðs er Hafdís Ósk Jónsdóttir og hefur hún mikla reynslu þegar kemur að vísindunum að góðri líðan.

Ásamt því að hafa lokið námi sem leiðbeinandi í ungbarnanuddi árið 2018 frá International Association of Infant Massage hefur hún einnig lokið námi sem leiðbeinandi í jóga árið 2003 og hefur hún sjálf stundað jóga og hugleiðslu síðan þá. Árið 2007 lauk hún námi heilsunuddara frá Nuddskóla Íslands og hefur hún starfað óslitið sem slíkur til dagsins í dag. Árið 2013 lauk hún heilsumannfræði B.A. frá Háskóla Íslands og kennslufræði menntavísinda M.E.d. frá sama skóla árið 2020. Nú síðast lagði hún stund á Science og Well-Being frá Yale University sem víkkaði enn meiri sýn á heildræna heilsu einstaklingsins í samfélaginu.

Hafdís hefur kennt foreldum ungbarnanudd bæði í hóp og í einkakennslu við mikla ánægju bæði foreldra og ungbarna.

Allar frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram á netfanginu hafdis@9manudir.is

Námskeiðið getur farið fram á íslensku eða ensku
Verð fyrir námskeið kr. 30.000.-