Ungbarnanudd

Lærðu að nudda barnið þitt!

Hvað er ungbarnanudd?

Ungbarnanudd hefur verið mikilvægur þáttur í uppeldi barna í mörgum samfélögum, þar á meðal á Indlandi og víða í Afríku. Vesturlandabúar kynntust ungbarnanuddi fyrir rúmlega 30 árum og hefur það verið mjög vinsælt síðan. IAIM ungbarnanuddið gætir áhrifa frá Indverskum og sænskum nudd hefðum ásamt því að taka mið af jógafræðum og svæðanuddi. Á námskeiðinu læra foreldrar róandi nuddstrokur og snertingu sem hefur verið í þróun í mörg ár.

Fjögur atriði sem nuddið gefur

 • samskipti og tengslmyndun
 • slökun
 • losun
 • örvun

Ungbarnanudd er góð leið til þess að sýna ást og umhyggju til barnsins í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna.

Um IAIM
International Association of Infant Massage (IAIM) eru elstu alþjóðlegu samtökin ásamt því að vera þau stærstu sem sérhæfa sig eingöngu í ungbarnanuddi. Vimala McClure stofnaði samtökin snemma á áttunda áratugnum og í dag er þessi nuddaðferð kennd í yfi­r 50 löndum.

Y­rlýsing IAIM
Tilgangur IAIM er að kynna fyrir foreldrum og öðrum umönnunaraðilum í gegnum kennslu og með rannsóknum, nærandi leið til að tengjast barninu sínu með virðingu og kærleik.

Okkar nálgun
Í tímunum nuddar þú barnið þitt á meðan leiðbeinandi sýnir nuddformið á dúkku. Við biðjum barnið um leyfi­ áður en byrjað er að nudda það og fylgjum þeirra líðan. Þannig byggjum við upp traust og virðingu sem er nauðsynlegt fyrir góð samskipti á milli foreldra og barns.

Tímarnir eru hugsaðir sem gæðastund og gefur foreldrum tækifæri til þess að ræða sín á milli. Nuddstrokur eru endurteknar hverja viku og æ­fingablað fylgir hverjum tíma.

Öll börn eru velkomin. Ekki hafa áhyggjur af því að barnið gráti í tímanum, nærir sig eða sofi­ af sér tímann.

Fyrir hverja eru námskeiðin okkar?

 • Öll börn eins árs og yngri
 • Alla foreldra og umönnunaraðila

Hvaða gagn hefur barnið af námskeiðinu?

 • Gefur barninu aukið öryggi
 • Minnkar grátur og tilfinningarlegt uppnám
 • Eykur slökun
 • Eykur líkamsvitund
 • Dregur úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu

Hvað gerir námskeiðið fyrir þig?

 • Myndar sterkari tengsl við barnið
 • Eykur skilning á þörfum barnsins
 • Gefur þér gæðastund í gegnum nærandi snertingu

Kostir við að koma á námskeiðið?

 • Njóta augnabliksins með barninu þínu
 • Góður félagsskapur í þægilegu umhverfi­
 • Njóta og læra tækni sem hægt er að nota út lífi­ð

Þú lærir

 • IAIM nuddformið
 • Nuddform til að draga úr magakrampa
 • Mjúkar hreyfingar
 • Snertingu sem veitir slökun

Næstu násmkeið:

Leiðbeinandi: Hafdís Ósk Jónsdóttir IAIM leiðbeinandi og heilsunuddari.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsta námskeið verður haldið en á meðan svo er þá tekur Hafdís að sér að kenna ungbarnanudd í heimahúsi ef um stærri eða minni hópa er að ræða.

Allar nánari upplýsingar og skráning er hægt að fá hjá Hafdísi Ósk með því að senda póst á  hafdis@9manudir.is