Skip to content

Um okkur

9 mánuðir

9 mánuðir er sjálfstætt starfandi heilsumiðstöð fyrir alla fjölskylduna. Eins og vænta má, bjóðum við uppá ýmsar meðferðir og námskeið fyrir konur og maka í barneignarferlinu en við bjóðum aðra fjölskyldumeðlimi einnig velkomna og höfum ýmislegt á boðstólum.

Við bjóðum uppá sónarskoðanir á meðgöngu, snemmsónartvívíddar- og þrívíddarsónar og nú stuttan 15 mínútna sónar.

Fyrir utan sónarskoðanir eru í boði ýmsar meðferðir svo sem almennt nudd, sogæða- og meðgöngunudd og námskeið, sem undirbúa verðandi foreldra fyrir foreldrahlutverkið. Námskeiðin sem í boði eru fæðingarfræðsla, brjóstagjafanámskeið og tvíburanámskeið.

Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar fái góða þjónustu og finni að þeir séu í góðum höndum þar sem við setjum samstarfsfólki okkar ákveðinn mælikvarða varðandi faglegheit og framkomu.

Fyrirtækið 9 mánuðir var stofnað af Guðlaugu Maríu Sigurðardóttur ljósmóður árið 2001. Í upphafi var eingöngu boðið upp á nudd og nálastungur. Í janúar árið 2006 var síðan byrjað að bjóða upp á valkvæðar 2D og 3D sónarskoðanir.

Árið 2014 keyptu ljósmæðurnar Elín Arna Gunnarsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir fyrirtækið og héldu áfram óbreyttri starfsemi sónarskoðana auk þess að bjóða upp á fæðingarfræðslunámskeið fyrir verðandi foreldra. Þær Elín og Guðrún höfðu þá þegar verið með fæðingarfræðslunámskeið frá árinu 2010 hjá 9 mánuðum.

Fljótlega var einnig boðið uppá brjóstagjafanámskeið og nú einnig tvíburanámskeið.
Öll þessi námskeið eru haldin af ljósmæðrum með mikla faglega reynslu af klínisku starfi.
Haustið 2022 bættist svo í hópinn okkar, Tryggvi Kristjánsson, með námskeið fyrir verðandi og nýbakaða feður. 

Árið 2018 hófum við að bjóða upp á snemmómskoðanir sem eru gerðar frá sjöundu viku meðgöngu. Áður hafði þessi þjónusta eingöngu verið í boði hjá sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknum. Þær ljósmæður sem framkvæma snemmómskoðanir hjá okkur eru ljósmæður með sérmenntun í fósturgreiningum og starfa einnig á fósturgreiningadeild LSH og á Akranesi. 

Í lok árs 2022 keypti Elín Arna Gunnarsdóttir hlut Guðrúnar og er nú eini eigandi 9 mánaða.

Fyrirtækið er með tvö sónartæki, bæði af gerðinni Genereal Electric Voluson. GE sónartæki eru tæki í háum gæðaflokki og uppfylla öll öryggisskilyrði sem slík tæki þurfa að uppfylla.  Voluson eru leiðandi á sviði sónartækni í heiminum í dag. 

Annarsvegar er um að ræða GE Voluson E8 sónartæki árg. 2021, sem byggir á HD live tækni sem er það nýjasta í heiminum í dag. Afburða upplausn sem gefur einstaklega raunverulegar og skarpar myndir. Hinsvegar GE Voluson S8 árg. 2020, sem notað er fyrir 2D skoðanir og snemmómskoðanir.

Teymið okkar

Allir starfsmenn 9 mánaða hafa haldgóða viðeigandi menntun og allir nuddarar hafa lokið viðurkenndu nuddnámi frá Nuddskóla Íslands.

Eigandi 9 mánaða. Ljósmóðir, fæðingarfræðsla og sónarskoðanir

Ljósmóðir, fæðingarfræðsla og sónarskoðanir

Móttökuritari

Heilsunudd, meðgöngunudd

Heilsumeistari. Heilsunudd, meðgöngunudd, sogæðanudd

Tímabundið í leyfi

Heilsunudd, meðgöngunudd

Ljósmóðir, snemmsónar

Ljósmóðir, snemmsónar, ómskoðanir vegna frjósemismeðferðar

Ljósmóðir, snemmsónar

Ljósmóðir, snemmsónar

Ljósmóðir, brjóstagjafanámskeið

Ljósmóðir, brjóstagjafanámskeið

Heilsunudd, meðgöngunudd