Námskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra
Spennandi námskeið um allt sem varðar tvíburameðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Á námskeiðinu er fjallað um tvíburameðgöngu og fæðingu tvíbura.
Einnig er fjallað um brjóstagjöf tvíbura, umönnun barnanna og skoðuð er mynd um tvíburafæðingu. Æskilegt er að sækja námskeiðið á fyrri hluta meðgöngu.
Leiðbeinandi er Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir, brjóstagjafaráðgjafi og tvíburamóðir.
Næsta námskeið verður haldið föstudaginn 4. júní kl. 16.00 – skráning: ingibjorgei@9manudir.is
Námskeiðið kostar 15.000.-
Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC, er með langa reynslu í starfi sem ljósmóðir, hún starfar sem sérfræðingur í brjóstagjöf og tvíburameðgöngum á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og í mæðravernd á Landspítala. Hún er einnig klínískur lektor og stundarkennari í ljósmóðurfræðum í HÍ.