Tvíburarnámskeið

Námskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra

Spennandi námskeið um allt sem varðar tvíburameðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Á námskeiðinu er fjallað um tvíburameðgöngu og fæðingu tvíbura.

Einnig er fjallað um brjóstagjöf tvíbura, umönnun barnanna og skoðuð er mynd um tvíburafæðingu. Æskilegt er að sækja námskeiðið á fyrri hluta meðgöngu.

Leiðbeinandi er Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir, brjóstagjafaráðgjafi og tvíburamóðir.

Næsta námskeið verður haldið föstudaginn 4. júní kl. 16.00 – skráning:  ingibjorgei@9manudir.is

Námskeiðið kostar 15.000.-

Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC, er með langa reynslu í starfi sem ljósmóðir, hún starfar sem sérfræðingur í brjóstagjöf og tvíburameðgöngum á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og í mæðravernd á Landspítala. Hún er einnig klínískur lektor og stundarkennari í ljósmóðurfræðum í HÍ.

Umsagnir þátttakenda:

“Okkur fannst námskeiðið mjög gagnlegt og fróðlegt, gott að fá punkta t.d. varðandi fæðingu, sængurlegu og brjóstagjöf fjölbura.

Sumt sem kom fram ekki endilega nýtt þar sem við eigum barn fyrir”

Lilja

“Virkilega yfirgripsmikið og flott námskeið. Ég veit mun betur hverju ég má eiga von á og finnst ég betur undirbúin og rólegri nú þegar ég hef meiri upplýsingar og skilning. Ingibjörg er algjör viskubrunnur og útskýrir hlutina mjög vel. Mæli hiklaust með þessu námskeiði!

Takk kærlega fyrir mig, þetta var alveg frábært námskeið og virkilega hjálplegt. Svaraði spurningum sem brunnu á mér og mér finnst ég miklu betur undirbúin núna”

nafnlaust
“Mjög gagnlegt námskeið þar sem fjallað var um öll helstu atriði varðandi meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf tvíbura”
Þorbjörg