Fæðingarundirbúningur fyrir verðandi foreldra.
Umsjón með námskeiðum 9 mánaða hafa ljósmæðurnar Guðrún I. Gunnlaugsdóttir og Elín Arna Gunnarsdóttir.
Ljósmæður sem sinna fæðingarfræðslu 9 mánaða starfa við fæðingar ásamt því að sinna annarri fæðingarþjónustu eins og mæðravernd og heimaþjónustu. Þær eru: Halla Björg Lárusdóttir, Hafdís Hanna Birgisdóttir, Heiðdís Dögg Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, Jóhanna María Friðriksdóttir og Guðrún Gunnlaugs.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á:
-
Fæðinguna sjálfa, hvað er að gerast í líkamanum þegar fæðingin hefst. Lögð er áhersla á að konan þekki viðbrögð líkama síns þegar fæðingarhríðar hefjast og hvernig best er að vinna með líkamanum. Leggjum áherslu á öndunartækni, nudd, slökun sem og aðrar verkjameðferðir
-
Efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra, hvað þau geta sjálf gert til að þeim líði sem best í fæðingunni.
-
Umönnun nýfædda barnsins og fyrstu dagana í lífi þess
Markmið með námskeiðinu er
-
Að verðandi foreldrar öðlist hagnýta þekkingu á fæðingunni og getið valið á milli ýmissa valkosta sem upp koma í fæðingu, t.d. mismunandi fæðingastellinga, verkjameðferða o.fl.
-
Að efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra
-
Að fræða foreldra um nýfædda barnið og fyrstu dagana í lífi þess