Hjá 9 mánuðum er nú boðið upp á snemmsónar frá 7 viku meðgöngu til viku 12. Skoðað er í gegnum kviðvegginn (rétt fyrir ofan lífbein). Ómskoðun sem gerð er fyrir 12 viku meðgöngu kallast snemmsónar / snemmómskoðun.Tilgangur skoðunarinnar er meðal annars að athuga hvort fóstrið sé á réttum stað (inni í leginu), fjöldi fóstra er talinn, hjartsláttur fósturs metinn og meðgöngulengd áætluð*.

Ómskoðunin er framkvæmd af ljósmóður, með sérhæfingu í ómskoðunum á kvenlíffærum og á meðgöngu (ultrasound in gynaecology and obstetrics).

*Nákvæm meðgöngulengd er metin í 12 vikna ómskoðun sem fer fram á Fósturgreiningardeild Landspítalans (fyrir Höfuðborgarsvæðið).