Brjóstagjöf

Undirstaða góðra heilsu

Brjóstagjöf er undirstaða góðrar heilsu til framtíðar fyrir öll börn og hefur góð heilsufarsáhrif á móður líka.

Markmið með námskeiði um brjóstagjöf:

 • Að móðir og stuðningsaðili þekki grunnatriði brjóstagjafar og hvaða lífeðlisfræðilegu breytingar verða í líkama móðurinnar tengt brjóstagjöfinni.
 • Að þau þekki helstu aðferðir við að leggja barn á brjóst og hvaða atriði eru mikilvæg til að foreldrar séu öruggir við brjóstagjöfina og ummönnun barnsins.
 • Að auðvelda foreldrum að takast á við hvernig best er að þróa brjóstagjafaferlið dag frá degi svo brjóstagjöfin gangi vel til framtíðar.

Innihald námskeiðsins er sem hér segir:

 • Grunnatriði brjóstagjafar, lífeðlisfræðilegar breytingar og fleira.
 • Hvenær barnið er tilbúið að fara á brjóst (merki barnsins).
 • Hvernig á að leggja barn á brjóst.
 • Handtök, álögn, stöður og stellingar.
 • Húð við húð aðferð, hægindastelling og fl.
 • Handmjólkun.
 • Fyrirburar og tvíburar á brjósti.
 • Aumar og sárar geirvörtur.
 • Stálmi og fl.
 • Líðan nýfæddra barna, gula og fl.


Hentugur tími til að koma á brjóstagjafanámskeið er frá viku 28.

Maki eða stuðningsaðili er velkominn með á námskeiðið.
Námskeiðið er u.þ.b. 3 klst.
Verð er kr. 16.000.-

Leiðbeinendur á brjóstagjafanámskeiðum 9 mánaða eru ljósmæður með brjóstagjafamenntun IBCLC.

Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC, með langa reynslu og hefur verið með námskeiðin okkar frá upphafi.  Ingibjörg starfar sem sérfræðingur í brjóstagjöf og tvíburameðgöngum á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og í Áhættumæðravernd LSH. Hún er einnig klínískur lektor og stundarkennari í ljósmóðurfræðum í HÍ.
ingibjorgei@9manudir.is

Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC . Hallfríður eða Fríða eins og hún er kölluð er einnig með langa reynslu af brjóstagjafaráðgjöf og hún lauk Meistaraprófi í ljósmóðurfræði með áherslu á brjóstagjöf. Meistararitgerð hennar fjallaði um áhrif stuðnings frá ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum á tíðni og lengd brjóstagjafar. http://hdl.handle.net/1946/35178

Fríða starfar sem ljósmóðir á fæðingarvakt LSH og við heimaþjónustur, einnig fer hún í heimahús sem ráðgjafi varðandi brjóstagjöf á fyrstu dögum nýburans ef á þarf að halda.
frida@9manudir.is

Nánari upplýsingar um námskeiðin gefa þær ljósmæðurnar og brjóstagjafaráðgjafarnir:

Ingibjörg í gegnum netfangið ingibjorgei@9manudir.is eða Hallfríður í gegnum netfangið frida@9manudir.is

BÓKIÐ NÁMSKEIÐ HÉR.

Vinsamlegast tilgreinið val á dagsetningu.

NÆSTU NÁMSKEIÐ

Ágúst
Föstudagur 5. ágúst kl. 16
Þriðjudagur 23. ágúst kl. 18 – fullbókað

September
Miðvikudagur 7. sept. kl. 18 – fullbókað
Föstudagur 23. sept. kl. 16

Október
Þriðjudagur 11. okt. kl. 18
Miðvikudagur 26. okt. kl. 18 – Rafrænt (með fyrirvara um næga þátttöku)

Nóvember
Miðvikudagur 2. nóv. kl. 18

Ég geng með mitt annað barn og fór ekki á námskeið þegar ég átti mitt fyrsta og gekk brjóstagjöfin ekki vel og var stutt, hefði viljað vera búin að fara á námskeið hjá Ingibjörgu þá. Svo margt sem ég vissi ekki og hefði komið sér vel að vita en núna veit ég betur eftir námskeiðið og hef fulla trú á að allt muni ganga betur núna full af fróðleik. Svo ánægð að hafa farið og þá sérstaklega heppin að hafa valið þetta námskeið því Ingibjörg er yndisleg og með svo mikla þekkingu í þessum málum og bendir á svo marga góða punkta sem geta hjálpað.
Þátttakandi á brjóstagjafanámskeiði
Flott og hnitmiðað námskeið! Mun klárlega nýtast. Takk fyrir!
Þátttakandi á brjóstagjafanámskeiði
Virkilega fróðlegt námskeið. Ljósmóðirin hefur notalega nærveru og greinilega fær í sínu fagi
Þátttakandi á brjóstagjafanámskeiði
Ég hafði gagn og gaman af þessu námskeiði. Þar sem að ég geng með mitt fyrsta barn og alveg blaut bakvið eyrun fannst mér þetta námskeið alveg bráðnauðsynlegt. Það var fjallað um margt sem að ég hafði ekki hugmynd um.
Takk fyrir gott námskeið.
Þátttakandi á brjóstagjafanámskeiði
Previous
Next