Skip to content

Námskeið í ungbarnanuddi

Langar þig að læra að nudda barnið þitt?

Nýtt námskeið; Ungbarnanudd fyrir verðandi foreldra. Ungbarnanudd er góð leið til þess að sýna ást og umhyggju til barnsins í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna.

Á námskeiðinu læra foreldrar róandi nuddstrokur og snertingu sem hefur verið í þróun í mörg ár ásamt því að læra tækni til að draga úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu hjá barninu.
Hér er tækifæri fyrir verðandi foreldra til að læra réttu handtökin í þægilegu og rólegu umhverfi áður en barnið fæðist.
Námskeiðið fer fram á 9 mánuðum heilsumiðstöð og hvert par fær dúkku til að æfa sig á.
Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið: hafdis@9manudir.is

Hvað gerir nuddið fyrir barnið

  • Eykur tengslamyndun
  • Eykur slökun
  • Eykur líkamsvitund
  • Dregur úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu

Hvað gerir námskeiðið fyrir þig
  • Eflir sjálfsöryggi og kynnir fyrir þér/ykkur hversu nærandi snerting og samskipti eru mikilvæg í þroskaferli barns
  • Eykur skilning á þörfum barnsins
  • Lærir tækni sem hægt er að nota út lífið (IAIM nuddformið*)
  • Góður félagsskapur í þægilegu og rólegu umhverfi

Maki eða stuðningsaðili er velkominn með á námskeiðið.
Námskeiðið verður haldið í byrjun maí (gegn því að lágmarksþátttaka náist)

Um námskeiðið sér Hafdís Ósk Jónsdóttir, lærður nuddari, jógaleiðbeinandi og leiðbeinandi í ungbarnanuddi – Infant Massage London 2018

Nánari upplýsingar og skráning: hafdis@9manudir.is


Verð kr. 16.000,-
Lengd námskeiðs 3 klst.

Hvað er ungbarnanudd?
Ungbarnanudd hefur verið mikilvægur þáttur í uppeldi barna í mörgum samfélögum. Vesturlandabúar kynntust ungbarnanuddi fyrir rúmlega 40 árum og hefur það víða verið mjög vinsælt síðan.

*IAIM ungbarnanuddið gætir áhrifa frá Indverskum og sænskum nuddhefðum ásamt því að taka mið af jógafræðum og svæðanuddi.

Um IAIM
International Association of infant Massage (IAIM) eru elstu alþjóðlegu samtökin ásamt því að vera þau stærstu sem sérhæfa sig eingöngu í ungbarnanuddi. Vimala McGlure stofnaði samtökin snemma á áttunda áratugnum og í dag er þessi nuddaðferð kennd í yfir 50 löndum.

Yfirlýsing IAIM
Tilgangur IAIM er að kynna fyrir foreldum og öðrum umönnunaraðilum í gegnum kennslu og með rannsóknum, nærandi leið til að tengjast barninu sínu með virðingu og kærleik.