Fæðingafræðsla

Fæðingarundirbúningur fyrir verðandi foreldra.
Umsjón með námskeiðum 9 mánaða hafa ljósmæðurnar Guðrún I. Gunnlaugsdóttir og Elín Arna Gunnarsdóttir.

Ljósmæður sem sinna fæðingarfræðslu 9 mánaða starfa allar við fæðingar.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á:

  • Fæðinguna sjálfa, hvað er að gerast í líkamanum þegar fæðingin hefst. Lögð er áhersla á að konan þekki viðbrögð líkama síns þegar fæðingarhríðar hefjast og hvernig best er að vinna með líkamanum.  Leggjum áherslu á öndunartækni, nudd, slökun sem og aðrar verkjameðferðir

  • Efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra, hvað þau geta sjálf gert til að þeim líði sem best í fæðingunni.

  • Umönnun nýfædda barnsins og fyrstu dagana í lífi þess

Markmið með námskeiðinu er

  • Að verðandi foreldrar öðlist hagnýta þekkingu á fæðingunni og getið valið á milli ýmissa valkosta sem upp koma í fæðingu, t.d. mismunandi fæðingastellinga, verkjameðferða o.fl.

  • Að  efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra

  • Að fræða foreldra um nýfædda barnið og fyrstu dagana í lífi þess

Nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.  Við mælum með að koma eftir 32. viku meðgöngu. Aðeins eru 6-7 pör á hverju námskeiði. Námskeiðin fara fram í notalegri setustofu í húsnæði okkar að Hlíðasmára 10.Kópavogi.  Notalegt umhverfi, fámennur hópur og faglegir og reynslumiklir leiðbeinendur.

Hvert námskeið er eitt skipti  í 3 klst. og hægt að velja á milli þess að koma eina kvöldstund á virkum degi kl. 18.00-21.00 eða á laugardegi kl. 11.00-14.00

Mikilvægt er að verðandi móðir og faðir/maki eða annar fæðingarfélagi mæti saman á námskeiðið.

Verð kr. 15.000 fyrir parið.

Skráning fer fram hér á heimasíðunni undir „Bóka tíma“  eða með því að senda póst á info@9manudir.is

ATH!  ef fullbókað er á námskeið er hægt að biðja um að vera á biðlista.

Næstu námskeið eru sem hér segir:  

Mars

Þriðjudagur 17.mars kl. 18.00-21.00 – fullbókað – fellur niður v/samkomubanns

þriðjudagur 24.mars kl. 18.00-21.00 – fullbókað – fellur niður

Fimmtudagur 26. mars kl. 18.00-21.00 – fullbókað – fellur niður

Laugardagur 28.mars kl. 11.00-14.00 – fullbókað – fellur niður

Apríl

Fimmtudagur 2.apríl kl. 18.00-21.00 – fellur niður

Mánudagur  6.apríl kl. 18..0-21.00 –  fellur niður

Þriðjudagur 7.apríl kl. 18.00-21.00 – fellur niður

Miðvikudagur 8.apríl kl 18.00-21.00 – fellur niður

Þriðjudagur 14.apríl kl. 18.00-21.00- fullbókað

Miðvikudagur 15.apríl kl. 18.00-21.00 – fullbóka

Fimmtudagur 16.apríl kl. 18.00-21.00 – fullbókað

Mánudagur 20.apríl kl. 18.00-21.00

Þriðjudagur 21.apríl kl. 18.00-21.00

Fimmtudagur 23.apríl kl. 18.00-21.00

Mánudagur 27.apríl kl. 18.00-21.00

Þriðjudagur 28.apríl kl. 18.00-21.00

Fimmtudagur 30. apríl kl. 18.00-21.00 – fullbókað

Maí

Mánudagur 4.maí kl. 18.00-21.00

Þriðjudagur 5.maí kl. 18.00-21.00

Miðvikudagur 6.maí kl. 18.00-21.00

Fimmtudagur 7.maí kl. 18.00-21.00 – fullbókað

Mánudagur 11.maí kl. 18.00-21.00

Þriðjudagur 19.maí kl. 18.00-21.00 – fullbókað

Mánudagur 25.maí kl. 18.00-21.00

Miðvikudagur 27.maí kl. 18.00-21.00

Umsagnir þátttakenda:

“Frábært námskeið! Farið yfir alla þá hluti sem nýjir foreldrar spá í án nokkurs áróðurs.

Manninum mínum finnst hlutverk sitt miklu skýrara, og honum finnst hann vita meira hvað er í vændum heldur en áður. Hann segir að þetta ætti í raun að vera skylda fyrir alla nýja verðandi feður.

Virkilega fræðandi og hvetjandi í alla staði! Mæli með þessu fyrir alla!”

Gréta

Foreldrafræðslunámskeiðið hjá 9 mánuðum var mjög áhugavert, fræðandi, þar komu fram góðar upplýsingar bæði um hagnýt atriði er varða meðgönguna sjálfa, fæðinguna og fyrstu daga barnsins.

Fyrir á ég 2 börn og hef því gengið í gegnum þetta ferli tvisvar sinnum áður en ég mun nýta mér þetta námskeið mikið þegar kemur að stóra deginum, ég mæli tvímælalaust með þessu námskeiði bæði fyrir verðandi foreldra með fyrsta barn og einnig fólk sem á börn fyrir.

Inga

Við hjónaleysin sóttum ýmis námskeið á meðgöngunni og fæðingarnámskeiðið hjá 9 mánuðum var eitt þeirra og vorum hæstánægð með reynsluna af því – hópurinn var lítill sem gaf tækifæri á nánd og því að spyrja spurninga sem vöknuðu á meðan fræðslunni stóð.

 Það að klára námskeiðið af á einu kvöldi fannst okkur einnig afar hentugt sem og það að finna að okkur var velkomið að hafa samband við námskeiðshaldara ef frekari spurningar vöknuðu.

Öll umgjörð að þessu námskeiði var til fyrirmyndar .

Anna

“Ég og maðurinn minn vorum svakalega ánægð með fæðingarnámskeiðið hjá 9 mánuðum. Andrúmsloftið á námskeiðinu var notalegt og afslappað. Maðurinn minn var sérstaklega ánægður með að það var fjallað um hvað hann gæti gert til að hjálpa til í fæðingunni, hvernig væri gott að nudda osfr. Öndunartækni til að nota í fæðingunni var líka tekin vel fyrir og ég notaði hana svo í sjálfri fæðingunni og það hjálpaði mér alveg helling og svona mætti lengi telja.”

Kristín