Námskeið

Fæðingarundirbúningur fyrir verðandi foreldra.

Umsjón með námskeiði hafa ljósmæðurnar Guðrún I. Gunnlaugsdóttir og Elín Arna Gunnarsdóttir

Á námskeiðunum er lögð áhersla á:

 • Fæðinguna sjálfa, hvað er að gerast í líkamanum þegar fæðingin hefst. Lögð er áhersla á að konan þekki viðbrögð líkama síns þegar fæðingarhríðar hefjast og hvernig best er að vinna með líkamanum.  Leggjum áherslu á öndunartækni, nudd, slökun sem og aðrar verkjameðferðir

 • Efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra, hvað þau geta sjálf gert til að þeim líði sem best í fæðingunni.

 • Umönnun nýfædda barnsins og fyrstu dagana í lífi þess

Markmið með námskeiðinu er

 • Að verðandi foreldrar öðlist hagnýta þekkingu á fæðingunni og getið valið á milli ýmissa valkosta sem upp koma í fæðingu, t.d. mismunandi fæðingastellinga, verkjameðferða o.fl.

 • Að  efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra

 • Að fræða foreldra um nýfædda barnið og fyrstu dagana í lífi þess

Nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.  Við mælum með að koma eftir 32. viku meðgöngu. Aðeins eru 6-7 pör á hverju námskeiði. Námskeiðin fara fram í notalegri setustofu í húsnæði okkar að Hlíðasmára 10.Kópavogi.  Notalegt umhverfi, fámennur hópur og faglegir og reynslumiklir leiðbeinendur.

Hvert námskeið er eitt skipti  í 3 klst. og hægt að velja á milli þess að koma eina kvöldstund á virkum degi kl. 18.00-21.00 eða á laugardegi kl. 11.00-14.00

Mikilvægt er að verðandi móðir og faðir/maki eða annar fæðingarfélagi mæti saman á námskeiðið.

Verð kr. 13.500 fyrir parið.

Næstu námskeið eru sem hér segir: 

Júlí

Þriðjudagur 16. júlí kl. 18.00-21.00 fullbókað

Fimmtudagur 18. júlí kl. 18.00-21.00 fullbókað

Laugardagur 27. júlí kl. 11.00-21.00 fullbókað

Ágúst

Miðvikudagur 7. ágúst kl. 18.00-21.00 fullbókað

Þriðjudagur 13. ágúst kl. 18.00-21.00 fullbókað

Fimmtudagur 15.ágúst kl. 18.00-21.00 fullbókað

Miðvikudaginn 21.ágúst kl. 18.00-21.00 – fullbókað

Miðvikudagur 28. ágúst kl. 18.00-21.00 fullbókað

Fimmtudagur 29. ágúst kl. 18.00-21.00 fullbókað

September

Þriðjudagur 3. september kl. 18.00-21.00 fullbókað

Þriðjudagur 10. september kl. 18.00-21.00

Þriðjudagur 17. september kl. 18.00-21.00

Fimmtudagur 19. september kl. 18.00-21.00

Mánudagur 23. september kl. 18.00-21.00

Fimmtudaginn 26. september kl. 18.00-21.00

Október

Fimmtudagur 10. október kl. 18.00-21.00

Skráning fer fram hér á heimasíðunni undir „Bóka tíma“  eða með því að senda póst á info@9manudir.is

Umsagnir þátttakenda:

“Frábært námskeið! Farið yfir alla þá hluti sem nýjir foreldrar spá í án nokkurs áróðurs.

Manninum mínum finnst hlutverk sitt miklu skýrara, og honum finnst hann vita meira hvað er í vændum heldur en áður. Hann segir að þetta ætti í raun að vera skylda fyrir alla nýja verðandi feður.

Virkilega fræðandi og hvetjandi í alla staði! Mæli með þessu fyrir alla!”

– Gréta

Foreldrafræðslunámskeiðið hjá 9 mánuðum var mjög áhugavert, fræðandi, þar komu fram góðar upplýsingar bæði um hagnýt atriði er varða meðgönguna sjálfa, fæðinguna og fyrstu daga barnsins.

Fyrir á ég 2 börn og hef því gengið í gegnum þetta ferli tvisvar sinnum áður en ég mun nýta mér þetta námskeið mikið þegar kemur að stóra deginum, ég mæli tvímælalaust með þessu námskeiði bæði fyrir verðandi foreldra með fyrsta barn og einnig fólk sem á börn fyrir.

   – Inga

Við hjónaleysin sóttum ýmis námskeið á meðgöngunni og fæðingarnámskeiðið hjá 9 mánuðum var eitt þeirra og vorum hæstánægð með reynsluna af því – hópurinn var lítill sem gaf tækifæri á nánd og því að spyrja spurninga sem vöknuðu á meðan fræðslunni stóð.

 Það að klára námskeiðið af á einu kvöldi fannst okkur einnig afar hentugt sem og það að finna að okkur var velkomið að hafa samband við námskeiðshaldara ef frekari spurningar vöknuðu.

Öll umgjörð að þessu námskeiði var til fyrirmyndar .

– Anna

“Ég og maðurinn minn vorum svakalega ánægð með fæðingarnámskeiðið hjá 9 mánuðum. Andrúmsloftið á námskeiðinu var notalegt og afslappað. Maðurinn minn var sérstaklega ánægður með að það var fjallað um hvað hann gæti gert til að hjálpa til í fæðingunni, hvernig væri gott að nudda osfr. Öndunartækni til að nota í fæðingunni var líka tekin vel fyrir og ég notaði hana svo í sjálfri fæðingunni og það hjálpaði mér alveg helling og svona mætti lengi telja.”

 – Kristín, umsögn eftir fæðingu.

Innihald námskeiðsins er sem hér segir:

Grunnatriði brjóstagjafar, lífeðlisfræðilegar breytingar og fleira.

Hvenær barnið er tilbúið að fara á brjóst (merki barnsins).

Hvernig á að leggja barn á brjóst.

Handtök, álögn, stöður og stellingar.
Húð við húð aðferð, hægindastelling og fl.

Handmjókun.

Fyrirburar og tvíburar á brjósti.

Aumar og sárar geirvörtur.

Stálmi og fl.

Líðan nýfæddra barna, gula og fl.

Maki eða stuðningsaðili er velkominn með á námskeiðið.

Námskeiðið er u.þ.b. 3 klst.

Verð er 12.000 kr.

Næstu námskeið verða:

Júlí

föstudaginn 26.júlí kl. 16.00 – fullbókað, biðlisti

ágúst

föstudaginn 9.ágúst kl. 16.00 – fullbókað

föstudaginn 23.ágúst kl. 16.00 – aukanámskeið, laus pláss

september

föstudaginn 20.september kl. 16.00

Umsjón með námskeiði hefur Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC.  Ingibjörg starfar sem sérfræðingur í brjóstagjöf og tvíburameðgöngum á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og í Áhættumæðravernd LSH. Hún er einnig klínískur lektor og stundarkennari í ljósmóðurfræðum í  HÍ.

Ingibjörg hefur langa reynslu sem ljósmóðir, hefur m.a. starfað á fæðingardeild LSH og í mæðravernd og ungbarnavernd við Heilsugæslu Grafarvogs.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir
Ingibjörg í gegnum netfangið ingibjorgei@9manudir.is eða í síma 6988610

Umsagnir þátttakenda:

„Ég hafði gagn og gaman af þessu námskeiði. Þar sem að ég geng með mitt fyrsta barn og alveg blaut bakvið eyrun fannst mér þetta námskeið alveg bráðnauðsynlegt. Það var fjallað um margt sem að ég hafði ekki hugmynd um.
Takk fyrir gott námskeið.“

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – — – – – — –

Ég geng með mitt annað barn og fór ekki á námskeið þegar ég átti mitt fyrsta og gekk brjóstagjöfin ekki vel og var stutt, hefði viljað vera búin að fara á námskeið hjá Ingibjörgu þá. Svo margt sem ég vissi ekki og hefði komið sér vel að vita en núna veit ég betur eftir námskeiðið og hef fulla trú á að allt muni ganga betur núna full af fróðleik. Svo ánægð að hafa farið og þá sérstaklega heppin að hafa valið þetta námskeið því Ingibjörg er yndisleg og með svo mikla þekkingu í þessum málum og bendir á svo marga góða punkta sem geta hjálpað.

Mér fannst þetta mjög gagnlegt námskeið þar sem farið var yfir mikilvæga þætti tengda brjóstagjöf, hvað ber að varast og  hvernig má ýta undir sem besta brjóstagjöf. Sérstaklega þykir  mér gott að þekkja merki barnsins þegar það er svangt og áður en það byrjar að gráta, til að koma í veg fyrir óþarfa álag. Ingibjörg er frábær kennari og eftir þetta námskeið er ég öruggari fyrir komu dóttur minnar :)

Lærðu að nudda barnið þitt!

Hvað er ungbarnanudd?

Ungbarnanudd hefur verið mikilvægur þáttur í uppeldi barna í mörgum samfélögum, þar á meðal á Indlandi og víða í Afríku. Vesturlandabúar kynntust ungbarnanuddi fyrir rúmlega 30 árum og hefur það verið mjög vinsælt síðan. IAIM ungbarnanuddið gætir áhrifa frá Indverskum og sænskum nudd hefðum ásamt því að taka mið af jógafræðum og svæðanuddi. Á námskeiðinu læra foreldrar róandi nuddstrokur og snertingu sem hefur verið í þróun í mörg ár.

Fjögur atriði sem nuddið gefur

 • samskipti og tengslmyndun
 • slökun
 • losun
 • örvun

Ungbarnanudd er góð leið til þess að sýna ást og umhyggju til barnsins í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna.

Um IAIM
International Association of Infant Massage (IAIM) eru elstu alþjóðlegu samtökin ásamt því að vera þau stærstu sem sérhæfa sig eingöngu í ungbarnanuddi. Vimala McClure stofnaði samtökin snemma á áttunda áratugnum og í dag er þessi nuddaðferð kennd í yfi­r 50 löndum.

Y­rlýsing IAIM
Tilgangur IAIM er að kynna fyrir foreldrum og öðrum umönnunaraðilum í gegnum kennslu og með rannsóknum, nærandi leið til að tengjast barninu sínu með virðingu og kærleik.

Okkar nálgun
Í tímunum nuddar þú barnið þitt á meðan leiðbeinandi sýnir nuddformið á dúkku. Við biðjum barnið um leyfi­ áður en byrjað er að nudda það og fylgjum þeirra líðan. Þannig byggjum við upp traust og virðingu sem er nauðsynlegt fyrir góð samskipti á milli foreldra og barns.

Tímarnir eru hugsaðir sem gæðastund og gefur foreldrum tækifæri til þess að ræða sín á milli. Nuddstrokur eru endurteknar hverja viku og æ­fingablað fylgir hverjum tíma.

Öll börn eru velkomin. Ekki hafa áhyggjur af því að barnið gráti í tímanum, nærir sig eða sofi­ af sér tímann.

Fyrir hverja eru námskeiðin okkar?

 • Öll börn eins árs og yngri
 • Alla foreldra og umönnunaraðila

Hvaða gagn hefur barnið af námskeiðinu?

 • Gefur barninu aukið öryggi
 • Minnkar grátur og tilfinningarlegt uppnám
 • Eykur slökun
 • Eykur líkamsvitund
 • Dregur úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu

Hvað gerir námskeiðið fyrir þig?

 • Myndar sterkari tengsl við barnið
 • Eykur skilning á þörfum barnsins
 • Gefur þér gæðastund í gegnum nærandi snertingu

Kostir við að koma á námskeiðið

 • Njóta augnabliksins með barninu þínu
 • Góður félagsskapur í þægilegu umhverfi­
 • Njóta og læra tækni sem hægt er að nota út lífi­ð

Þú lærir

 • IAIM nuddformið
 • Nuddform til að draga úr magakrampa
 • Mjúkar hreyfingar
 • Snertingu sem veitir slökun

Næsta námskeið hefst sunnudaginn 12.mai og kennt er 4 sunnudaga í röð 12, 19, 26.mai og 2.júní kl. 11.30 – 12.30

Verð 20.500.- Innifalið í námskeiðinu eru námsgögn, olía og létt hressing í hverjum tíma

Leiðbeinandi: Hafdís Ósk Jónsdóttir IAIM leiðbeinandi og heilsunuddari

ATH! Hafdís tekur einnig að sér að kenna ungbarnanudd í heimahúsi ef um stærri eða minni hópa er að ræða.

Nánari upplýsingar og skráning á hafdis@9manudir.is

Meiri vellíðan og minni streita á meðgöngu.

Rannsóknir hafa sýnt að það auki almenna vellíðan á meðgöngunni að stunda núvitund. Það auki á jákvæðar tilfinningar, hamingju , þakklæti, von og bjartsýni.