Núvitund á meðgöngu

Meiri vellíðan og minni streita

Umsjón með námskeiði hafa: Rakel Guðbjörnsdóttir: B.A. í sálfræði, heilsu- og meðgöngunuddari. Nemi á meistarastigi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ og Heilsumarkþjálfun Institute of Integrative Nutrition (IIN) Kristín Rúnarsdóttir: B.ed. í kennslufræðum, einkaþjálfari, markþjálfi, með diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði við EHÍ. Nemi á meistarastigi í uppeldisráðgjöf og menntun við HÍ.

● Hvað núvitund er og hvaðan hún kemur
● Ávinning þess að tileinka sér núvitund og rannsóknir sem styðja það
● Hvernig núvitund stuðlar að auknu jafnvægi og vellíðan á meðgöngu
● Formlegar núvitundaræfingar, sem og óformlegar, með það að markmiði að minnka streitu og auka hamingju og vellíðan á meðgöngunni, þegar líða fer að fæðingu og áfram. Kostir núvitundarþjálfunar á meðgöngu sem rannsóknir hafa stutt:
● Eykur almenna vellíðan á meðgöngunni og eftir hana
● Minnkar streitueinkenni, kvíða og depurð á meðgöngunni, við og eftir fæðingu
● Eykur meðvitund um andlega og líkamlega líðan á meðgöngu
● Hjálpar til að halda ró og sjálfsstjórn
● Eykur jákvæðar tilfinningar, hamingju, þakklæti, von og bjartsýni
● Eykur lífsgleði, sjálfsöryggi og vellíðan á meðgöngu og eftir fæðingu
●  Getur minnkað líkur á fyrirburafæðingum
● Eykur þrautsegju/seiglu og sjálfs-samkennd á meðgöngu, við og eftir fæðingu
● Tengsl verða sterkari á milli móður og barns/barna á meðgöngu og eftir fæðingu. Nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.
● Við mælum með að koma í kringum 20. viku meðgöngu eða komnar lengra.
● Aðeins eru 6-8 konur á hverju námskeiði.
● Námskeiðin fara fram í notalegri setustofu í húsnæði okkar að Hlíðasmára 10 Kópavogi. Notalegt umhverfi, fámennur hópur og faglegir og reynslumiklir leiðbeinendur.
● Hvert námskeið er fjögur skipti, 2 klst. í senn.
● Fjölbreytt heimavinna er lögð fyrir og góður tími á milli skipta til að æfa sig.
Verð kr. 18.900.- Innifalið í námskeiðinu er dagbók, ýmsir smáhlutir og gögn sem tengjast núvitund og létt hressing í hvert skipti.
Skráning fer fram með því að senda póst á info@9manudir.is, kristin@9manudir.is eða rakel@9manudir.is

Umsagnir:

„Ég var búin að tileinka mér núvitund og mæli með því að aðrir gefi því tíma, því þú munt sjá mun. Mér fannst þið fara vel yfir efnið og gefa manni góð verkfæri.”

„Mér finnst frábært að það sé verið að kenna konum að tileinka sér núvitund, sérstaklega á meðgöngu. “

„Yndislegt námskeið sem kennir manni leiðir til þess að minnka stress og finna ró.”

„Mér fannst þetta yndislegt námskeið með góðum hópi af konum. Það hjálpaði mér að hætta að hugsa of mikið um framtíðina og fókusera frekar á að finna ró í núinu.”

„Yndislega notalegt námskeið með frábærum leiðbeinendum. Ég hafði alltaf verið mjög föst í að hugsa mikið um framtíðina og gleymdi oft að njóta og raunverulega upplifa það sem var að gerast. Eftir námskeiðið þá man ég mun oftar eftir því að njóta augnabliksins og taka eftir því sem er í kringum mig.”

„Þetta námskeið var rosalega góð áminning að stoppa og taka eftir augnablikinu, tók eftir mun fleiri stundum þar sem ég tók eftir tilfinningum mínum og því sem var í kringum mig.

„Mér fannst það mjög hjálplegt við að díla við kvíða og stress.”

„Jákvæðni, skemmtilegur hópur, opnar hugann.”